Að reyna að eignast barn

naladina | 4. sep. '21, kl: 15:41:34 | 80 | Svara | Þungun | 0

Ég og maðurinn minn erum að reyna að fjölga okkur og þetta ferli hefur verið frekar áhugavert því það er svo margt sem maður er að upplifa sem er ekki endilega talað um (eðlilega svosem). Erum búin að stefna að þessu í ca. 4 mánuði án árangurs i og þó maður viti að þetta geti tekið tíma ræð ég ekki við að verða áhyggjufyllri með hverju skiptinu sem ég byrja á túr. Og að það sé eitthvað að mér.

Er með nokkrar pælingar og það væri gaman að heyra hvort einhver sé að tengja eða geti komið með nýtt perspective. Einhver sem skilur.

1. Að finnast ótrúlega pirrandi að heyra einhverjar sögur frá vinkonum af hinum og þessum sem voru búin að vera að reyna heillengi og síðan þegar þau voru að fara að ættleiða varð konan preggó, af því að þau "slökuðu á". Skil hvaðan þetta kemur og fólk vill kannski bara vera peppandi en ég leyfi þessu að fara í taugarnar á mér því ef lausnin væri bara að "slaka á" væru frjósemisvandamál ekki til.

2. Að geta ekki hamið sig með að taka óléttupróf og vera byrjuð að taka þau 6-7 dögum eftir áætlað egglos, fullkomnlega meðvituð um að líkurnar að það komi lína séu litlar en innst inni vona að maður sé ein af þeim sem fær línu snemma (egglos mögulega fyrr en áætlað var eða tvíburar)

3. Að eyða ótrúlega miklum tíma í að skoða greinar og skrif annarra kvenna sem eru í sama ferli og finna eitthvað sem styður að þú gætir kannski verið ólétt.. eins og að fá neikvætt próf 14 dögum eftir egglos en halda samt í vonina að maður sé ein af þeim sem fær seint.

4. Ofurnæmni á líkamann í þessar tvær vikur eftir egglos

5. Verða smá bitur þegar fóið í kringum mann virðist ekki þurfa að hafa neitt fyrir þessu (þó að ég samgleðjist 100%).

6. Finna pressu á að stunda kynlíf í kringum þennan tíma, þó maður sé ekki endilega í stuði og að makinn finni það líka.

 

california | 9. sep. '21, kl: 23:22:51 | Svara | Þungun | 0

langar svo að svara þér og fyrst og fremst þú mátt senda mér skilaboð ef þú vilt spjalla eða spurja eða bara pústa. Ég skil þig svo vel við höfum reynt núna í yfir 8 ár að eignast barn 3 og ekkert gerist, og í raun veit maður alveg að fólk meinar vel en manni langar samt að kýla þá sem segja manni að slaka á. Það sem hjálpaði okkur hvað mest var að tala rosalega opinskátt um þetta, pressan að stunda kynlíf og tímasetja lífið í raun og veru. Og hægt og rólega muna að njóta við erum hjón og getum notið tímans saman áður en það kemur kríli mæli rosalega mikið með sérstaklega ef barnslaus fara í helgaferð eða eina nótt á hótel. Njóta að vera saman og reyna að setja hitt svolítið til hliðar en samt með hliðsjón hugsa um og næra ykkur vel. Það er 100% eðlilegt að fá þetta solítið á heilann spennandi og gaman og nýtt en verður fljótt þreytt þegar ekkert gerist. því að það er eðlilegt að þetta taki alveg upp undir ár ef allt er í lagi hjá fólki. Og skrifa niður prófdag og dreifa huganum egg festir sig yfirleitt 7-11 dögum eftir egglos þá fyrst gæti farið að koma jakvætt miða við kannski daginn fyrir blæðingar að taka próf bara til að stýra væntingunum. Og nýta núið í að hlúa að ykkur sem pari og einstaklingum áður en nýr einstaklingur mætir í miðið 

naladina | 8. okt. '21, kl: 22:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svarið California. Ég sé það betur núna að fjórir mánuðir er náttúrulega enginn tími þannig séð og ég ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið hjá ykkur og það er frábært að þið getið rætt þetta svona opinskátt, greinilega samrýnt par :) Ótrúlega góður punktur með að hlúa að okkur sem pari og við ætlum klárlega að gera það. Takk aftur fyrir að hafa gefið þér tíma í að svara og gangi ykkur rosalega vel! <3

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nơi Tôn Vinh Vẻ Đẹp và Giá Trị Văn Hóa của Mai Vàng Yên Tử tramanh 3.5.2024
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Síða 1 af 5211 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Bland.is