Farartæki Bílar Tesla Model 3 LR AWD
skoðað 140 sinnum

Tesla Model 3 LR AWD

Verð kr.

4.890.000 kr
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
Frágangur
Bland mælir með öruggum ökutækjaviðskiptum á netinu með Frágangi
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

föstudagur, 5. júlí 2024 21:44

Staður

200 Kópavogi

 
Framleiðandi Tesla Undirtegund Model 3
Tegund Fólksbíll Ár 2020
Akstur 29.000 Eldsneyti Rafmagn
Skipting Sjálfskiptur Hjóladrifin Fjórhjóladrifin
Skipti Engin skipti Fjöldi sæta 5
Fjöldi dyra 4 Fjöldi strokka 1
Skoðaður Litur Hvítur

Til sölu lítið ekinn Tesla Model 3 Long Range 4x4. Tilbúinn í sumarið !

Þessi bíll var framleiddur í Bandaríkjunum 2020 og fluttur inn af Tesla Motors Iceland og skráður hér í lok september það ár. Battery og Drive Unit ábyrgð til 9/2028. Er á ónegldum vetrardekkjum (18" felgur). Bíllinn er nýskoðaður, næsta skoðun 2026. Aðeins ekinn 29.000 km.

Fyrir þau sem ekki vita þá fylgir Teslum app í síma sem virkar eins og lykill að bílnum. Það þýðir að þegar komið er að bílnum, og síminn í vasanum, þá er bíllinn bara opnaður, sest inn, sett í gír og ekið af stað. Í bílnum er svo meira og minna allt sjálfvirkt, t.d. þarf ekki að kveikja ljós (fram og afturljós kvikna alltaf sjálfkrafa, getur líka skipt á háljósin sjálfkrafa), það þarf ekki að kveikja á miðstöð eða stilla hana (miðstöðin gerir allt til að ná réttum hita sem allra fyrst), sætishitarar frammí haldast á milli ökuferða (ekki þarf að kveikja aftur í næstu ferð), rúðuþurrkurnar kvikna sjálfkrafa (en líka hægt að nota rúðuþurrkustöngina eins og venjulega), uppáhaldsstillingar á skjánum fylgja ökumanninum (og stillingar á sætum) og svo þarf sjaldnast að bremsa því bíllinn hægir hratt á sér og stoppar sjálfur þegar slakað er á gjöfinni (kallað one-pedal-driving, en líka hægt að minnka það og nota bremsurnar ef menn vilja). Þegar ökuferðinni er lokið er bara sett í park, stigið út, lokað og gengið burt. Bíllinn læsir sér þá sjálfkrafa. Einfaldara getur það ekki verið.

Ef kalt er úti eða snjór yfir öllu þá er hægt að hita bílinn með einum smelli í appinu og tekur það bara örfáar mínútur (er sneggri að hita sig en nýrri bílar því hann er ekki með varmadælu). Einnig er hægt að setja sætishitarana í gang (líka á aftursætunum). Í appinu er svo hægt að aflæsa bílnum og læsa, skoða km-stöðuna (þarf ekki að hlaupa út í bíl til að skrá stöðuna á island.is) og leyfa öðrum að aka bílnum án lykils. Svo er að sjálfsögðu hægt að fylgjast með hleðslunni, skoða hvað er að gerast í myndavélunum allan hringinn (ef kveikt er á því), sjá hver hitinn er inní bílnum og fleira. Síðan er alltaf hægt að sjá hvar bíllinn er á korti (hvort sem hann er í akstri eða er einhversstaðar á bílastæði).

Enga áskrift þarf með þessum bíl eins og þarf nú orðið á nýrri bílana. Aðgangur að leiðsögukerfinu er ókeypis og svo er ókeypis aðgangur að Spotify og appi til að hlusta á útvarpsstöðvar um allan heim sem senda út á netinu. Hægt er að stofna aðgang fyrir nokkra ökumenn. Með bílnum fylgir hleðslukapall.

Bílnum hefur að langmestu verið ekið á höfuðborgarsvæðinu og langoftast hlaðinn í heimahleðslu (og bara upp í meðmælt hámark, um 80-85% í hvert sinn). Hann hefur verið bónaður á bónstöð reglulega og verið viðhaldsfrír. Það er ekki tengibúnaður (má ekki draga) þannig að ekkert aukaálag hefur verið á mótorana vegna þess.

Endilega hafið samband í skilaboðum. Helst bein sala.